Nemendur í Selskál á leikskólanum Laufskálum í Fjallabyggð komu í heimsókn á slökkvistöðina á Siglufirði í gær.

Fengu þau að fræðast um slökkviliðið og starfsemina en auk þess að prófa búnað sem slökkviliðsmenn nota við störf sín.

Eins og sjá má var þetta heilmikið ævintýri fyrir börnin.

Myndir/ Slökkvilið Fjallabyggðar