Golfmótið vanur/óvanur var haldið á Sigló golf í gær á Siglufirði. Dagurinn var frábær og mótið glæsilegt. 46 keppendur eða 23 lið mættu til leiks.

Leikið var texas scramble fyrirkomulag. Fallegt veður var á keppendum og mátti sjá mikla gleði í fólki út á vellinum.

Síðan eftir hring var slegið í góða grill veislu og fólk ræddi sín á milli um góðu og slæmu höggin, þó aðallega þau góðu.

Úrslit voru þannig:

  1. Jón Karl og Hrólfur
  2. Jóhann Már og Gabríel Reynir
  3. Steini og Áki

Síðan voru nándarverðlaun á par 3 brautum og voru það Benedikt, Jóhann Már og Runólfur sem unnu þau.

Mótastjórn þakkar keppendum fyrir skemmtilegt mót.

Myndir/ Golfklúbbur Siglufjarðar