Bubbi Morthens og Auður leiða saman hesta sína í nýjum haustslagara.
Lagið ber nafnið Tárin falla hægt og er þeirra fyrsta samstarfsverkefni. Stórir gítarar, stríðstrommur og angurvær hljóðheimur einkenna lagið, sem er nú þegar komið í spilun á FM Trölla.
Höfundur lags og texta:: 
Bubbi Morthens og Auður Lúthersson
Mynd: Vignir Daði Valtýsson
 
						 
							
 
		 
			 
			 
			 
			