Það var líf og fjör á Ljóðasetrinu á mánudaginn þegar þrettándi og síðasti viðburður barnadagskrár þetta árið fór fram.

Kómedíuleikhúsið kom í heimsókn og var með grímugerð fyrir nemendur af leikskólanum Leikskálum auk þess að fræða börnin svolítið um sögu grímunnar.

Börnin voru mjög áhugasöm og gerðu þessar fínu grímur eins og sjá má hér má á myndum.

Myndir/Ljóðasetur Íslands