Carnitas (uppskrift fyrir 5)
- 1 kg beinlaus grísahnakki
 - 1 ½ gulur laukur
 - 4 hvítlauksrif
 - 1 rautt chillí
 - 2 tsk salt
 - smá pipar úr kvörn
 - safi úr einni appelsínu
 - 175 ml bbq-sósa
 - 3/4 líter Coca-Cola
 - 1/2 líter vatn (jafnvel bara 1/4 líter)
 
Skerið kjötið í 2 cm bita. Afhýðið lauk og hvítlauk og skerið gróft niður. Fjarlægið fræin (ef þið viljið ekki hafa réttinn sterkan, látið þau annars vera með) og fínhakkið chillíið.
Setjið öll hráefnin í pott (þykkbotna ef hann er til) og látið sjóða við vægan hita í 3-4 klst. Hrærið annað slagið í pottinum. Undir lokin ætti allur vökvi að vera orðinn þykkur á kjötinu. Rífið kjötið niður með tveim göfflum og berið fram.


Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit
						
							
		
			
			
			
			

