Amerískar pönnukökuvöfflur (uppskriftin passar fyrir 8 belgískar vöfflur)
- 270 g hveiti
 - 2 tsk lyftiduft
 - 1/2 tsk salt
 - 4 msk sykur
 - 260 ml mjólk
 - 2 egg
 - 4 msk brætt smjör
 
Sigtið hveiti, lyftiduft, salt og sykur saman í stóra skál. Hrærið léttilega saman mjólk og eggi í annari skál og hrærið síðan bræddu smjöri saman við.
Hellið mjólkurblöndunni í hveitiblönduna og hrærið saman með gaffli þar til blandan er mjúk og nokkuð kekkjalaus. Látið deigið standa í nokkrar mínútur.
Hitið vöfflujárn og bakið vöfflur úr deiginu líkt og um venjulegt vöffludeig væri að ræða. Einnig má baka venjulegar amerískar pönnukökur á pönnu úr deiginu.
Berið fram með smjöri, hlynsírópi, eggjahræru og beikoni.


Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit
						
							
			
			
			
			

