Hið árlega golfmót Siglfirðinga fór fram sunnudaginn 27. ágúst s.l. á Garðavelli á Akranesi.

Met þátttaka var í mótinu, en alls voru 103 keppendur skráðir til leiks.

Teiggjöfin að þessu sinni var mjög flottur og veglegur vatnsbrúsi með bæjarmerki Siglufjarðar prentað á.

Ágætis golfveður var meðan á mótinu stóð og skilyrði til golfiðkunar frábær á hinum stórgóða og skemmtilega golfvelli þeirra Skagamanna.

Verðlaunaafhending var að loknu móti, þar sem fjöldi keppenda var saman kominn og naut veitinga sem þar er að fá í glæsilegum golfskála.

Aldursforseti mótsins í ár var Henning Á. Bjarnason tæplega 91 árs og fékk hann að sjálfsögðu heiðurs verðlaunapening og gjafakörfu fyrir þátttökuna.

Ennfremur var aldursforseti mótsins í fyrra Bogi Ísak Nilsson heiðraður með heiðurs verðlaunapeningi. Þess má geta að Bogi tók líka þátt í mótinu í ár og lenti í 7. sæti með 35 punkta – geri aðrir betur.

Úrslit mótsins voru sem hér segir:

Í höggleik sigraði Helgi Runólfsson á 74 höggum.

Í kvennaflokki voru úrslit þessi:

1. sæti Ása Guðrún Sverrisdóttir með 42 punkta.

2. sæti Sigríður Ingvarsdóttir með 41 punkt.

3. sæti Jóhanna María Björnsdóttir með 40 punkta.

4. sæti Adda Birna Hjálmarsdóttir með 36 punkta.

5. sæti Íris Ægisdóttir með 35 punkt.

Í karla flokki voru úrslit þessi.

1. sæti Kristján L. Möller með 42 punkta.

2. sæti Veigar Örn Þórarinsson með 41 punkt.

3. sæti Ottó Leifsson með 40 punkta.

4. sæti Jóhann G. Möller með 39 punkta.

5. sæti Hlöðver Sigurðsson með 38 punkta.

Veitt voru verðlaun fyrir lengsta teighögg karla og kvenna og nándarverðlaun á tveimur par 3 holum.

Lengsta teighögg kvenna átti Eydís Inga Einarsdóttir og lengsta teighögg karla átti Frans Sigurðsson.

Næst holu á 3. braut var Ása Guðrún Sverrisdóttir og Guðbjörg Jóelsdóttir á 18. braut.

Næst holu á 3. braut hjá körlum var Steindór Guðmundsson og Jón Heimir Sigurbjörnsson á 18. braut.

Mótið verður að sjálfsögðu haldið að ári, og verða tímasetning og staður auglýst á Fésbókarsíðu mótsins þegar það verður orðið klárt.

Mótsstjórn þakkar öllum þeim fjölmörgu fyrirtækjum sem gáfu verðlaun í mótið fyrir þeirra stuðning og öllum þátttakendum fyrir skemmtilegt mót og ánægjulegan dag á Akranesi.

Með kveðju frá mótsstjórn.
Kristján L. Möller
Ragnheiður Ragnarsdóttir
Björn Steinar Stefánsson
Guðjón M. Ólafsson
Jóhann G. Möller

Myndir/aðsendar