Leikskálar á Siglufirði fögnuðu 30 ára afmæli í gær, 29. ágúst.  

Leikskólinn Leikskálar var tekinn í notkun haustið 1993. Nú er hann hluti af Leikskóla Fjallabyggðar ásamt Leikhólum á Ólafsfirði frá árinu 2010. 

Þegar Leikskálar tóku til starfa var leikskólinn þriggja deilda skóli, með eina deild sem var heilsdagsdeild, en tvær deildir voru tvísettar. Þá komu börn frá kl. 8 – 12 og annar hópur frá kl. 13:00 til 17:00. Árið 2016 var byggt við leikskólann og í dag eru deildirnar fimm, allar heilsdagsdeildir. 

Í tilefni dagsins var fáni dregin að húni, allir nemendur söfnuðust saman úti og sungu afmælissönginn og lagið í Leikskóla er gaman.

Að því loku var farið af stað í skrúðgöngu í kringum leikskólalóðina.