Fengum fyrirspurn frá lesenda varðandi aðstöðu fyrir rafbíla í deiluskipulagi á gamla malarvellinum.
Hér að neðan má sjá spurningar og svör. Þökkum við Fjallabyggð fyrir greinargóð svör.
Spurt var:
Á að gera ráð fyrir hleðslustöðvum fyrir rafbíla við íbúðarbyggðina á gamla malarvellinum?
Hver er stefnan varðandi rafbílastöðvar í Fjallabyggð?
Svar frá Fjallabyggð:
Það er ekki tilgreint í deiliskipulaginu að gera skuli ráð fyrir rafhleðslustöð þar. Hins vegar er ekkert sem bannar að þetta verði gert við hvert hús sem verður byggt.
Varðandi hleðslustöðvar almennt í sveitarfélaginu þá er komin ein hæghleðslustöð hér við Ráðhúsið og Fjallabyggð fékk styrk fyrir hraðhleðslustöð sem sett verður upp við Olís á Siglufirði.
TILVALIÐ AÐ SENDA OKKUR SPURNINGU, T.D. VARÐANDI SAMFÉLAGSMÁL OG ÞESS HÁTTAR.
VIÐ ÁSKILJUM OKKUR ALLAN RÉTT TIL AÐ ÁKVEÐA HVORT SPURNINGIN EÐA SVARIÐ VERÐA BIRT.
FARIÐ INN Á: AÐ HAFA SAMBAND TIL AÐ BERA FRAM SPURNINGU.