Rúta fór út af Ólafsfjarðarvegi um klukkan fjögur í dag og voru tveir í henni, farþegi og ökumaður. Þeir hafa báðir verið fluttir á Sjúkrahúsið á Akureyri, en á þessari stundu er ekki vitað um meiðsl þeirra. Unnið er að rannsókn á vettvangi og verður vegurinn milli Hjalteyrar afleggjara og Hofs lokaður einhvern tíma enn. Hjáleið er um Bakkaveg nr. 812 og Hjalteyrarveg nr. 811.

Frétt: af vef lögreglunnar