Nú er unga fólkið komið í sumarvinnu víða um bæ. Þessir ungu menn þeir Stefán Haukur Árnason og Patrekur Þórarinsson eru að vinna hjá Fjallabyggð í sumar.
Þessa daganna eru þeir að slá víða um bæinn, bæði á opnum svæðum og í kringum stofnanir og fyrirtæki.
Sumarið leggst vel í þá og segja þeir að nú sé sumarveðrið komið til að vera.

Duglegir strákar

 

Frétt og myndir: Kristín Sigurjónsdóttir