Að gefnu tilefni áréttar slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar að bannað er að leggja á bílastæði við slökkvistöðina á Siglufirði.

Planið er fyrir slökkviliðsmenn ef til útkalls kemur og ökutæki slökkviliðs þegar aka þarf þeim út úr slökkvistöðinni og þjónustu slökkviliðs. Starfsmenn Síldarminjasafns hafa bílastæði út af bílastæði slökkviliðs.

Innkeyrslan á bílastæði slökkviliðs er merkt en þrátt fyrir það hefur það ítrekað gerst að bílum er lagt á planinu og í allt sumar dugði ekkert annað en að hafa umferðarkeilur fyrir innkeyrslunni, þegar þær voru teknar tók sami gangur sig upp aftur og ökumenn fóru að leggja á planinu.

Bílastæði fyrir Síldarminjasafnið er sunnan við safnið.

Slökkviliðsstjóri biður ökumenn að virða þetta bann.

Mynd/Slökkvilið Fjallabyggðar