Síðustu átta ár eru þau heitustu á jörðinni frá upphafi mælinga segir á vefsíðu Veðurstofu Íslands.

Þessi ár bera öll merki um aukin áhrif loftslagsbreytinga. Hraði sjávarborðshækkunar eykst, metbráðnun evrópskra jökla og aftakaveður valda eyðileggingu. Þetta kemur fram í bráðabirgðaskýrslu Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO) um stöðu loftslags á heimsvísu árið 2022, State of the Global Climate 2022.

Stofnunin birti skýrsluna við upphaf loftslagsráðstefnunnar, COP27, í Sharm-El-Sheikh í Egyptalandi þann 6. nóvember síðastliðinn.

Sjá hér: https://www.vedur.is/…/sidustu-atta-ar-thau-heitustu-a…