Á morgun laugardaginn 19. október verður blakmót í íþróttahúsinu á Siglufirði í Benectadeild karla og kvenna.

Kl. 14:00 spila Blakfélag Fjallabyggðar og Afturelding saman í kvennadeild og kl 16:00 spila saman karlaliðin BF og HKarlar.

Aðgangseyrir á leikina er 1.000 kr. eða frjáls framlög og rennur aðgangseyririnn óskiptur í styrktarsjóð lítils blakvinar sem fæddist með hjartagalla.

Ólafur Þór Gunnarsson er sonur Svölu Júlíu Ólafsdóttur og Gunnars Áka Halldórssonar, hann fæddist með hjartagalla sem nefnist  Tetralogy of fallot. Þau eru ný komin heim frá Svíþjóð þar sem gerð var á honum opin hjartaaðgerð sem gekk að óskum. Ekki er vitað hvort hann þurfi fleiri aðgerðir fyrr en eftir nokkurn tíma.

Þeir sem vilja styrkja málefnið en komast ekki á leikina, geta lagt inn á reikning blakfélagsins, Banki: 0348 13 200210 Kt: 5510790159.

Mynd: úr einkasafni