Þjóðskrá vekur athygli á að nú geta stjórnmálasamtök sem bjóða fram lista við kosningar óskað eftir því að fá afhenta kjörskrá fyrir það sveitarfélag sem boðið er fram í.
Aðgangurinn er stjórnmálasamtökum að kostnaðarlausu sbr. 31. gr. kosningalaga nr. 112/2021. Afrit af kjörskrá er afhent með öruggum hætti í gegnum Signet Transfer.
Vinsamlegast sendið póst á netfangið kosningar@skra.is í póstinum þarf að koma fram nafn, kennitala og netfang móttakanda, hvaða sveitarfélagi boðið er fram í og heiti á framboðinu.