Matvælastofnun varar við neyslu á einni framleiðslulotu af kartöflusalati með lauk og graslauk, frá Þykkvabæjar ehf. vegna aðskotahlutar sem fannst í vörunni.
Fyrirtækið hefur í samráði við Heilbrigðiseftirlit Suðurlands innkallað eina framleiðslulotu af vörunni og sent út fréttatilkynningu þar um.
Innköllunin á eingöngu við eftirfarandi framleiðslulotu:
- Vörumerki: Þykkvabæjar ehf.
- Vöruheiti: Kartöflusalat með lauk og graslauk
- Strikamerki: 5690599003411
- Framleiðslulota: Síðasti notkunardagur: 05.08.2022
- Nettómagn: 400 g
- Dreifing: Bjarnabúð ehf. Brautarhóli, Bónus, Extra, Fjarðarkaup, Gusa ehf, Gvendarkjör, Hagkaup, Hamona ehf, Hjá Jóhönnu ehf, Hlíðarkaup/Raðhús ehf, Kaupfélag Vestur-Húnvetninga, Kauptún rekstarfélag ehf, Kostur, Krónan, Melabúðin ehf, Olís Varmahlíð, Plúsmarkaðurinn, Samkaup: Iceland, Kjörbúðin, Krambúðin, Nettó, Strax. Skagfirðingabúð, Smáalind ehf, Túnberg ehf/Verslunin Rangá, Verslunarfélag Drangsness ehf., Wedo ehf./Heimkaup. Auk þess nokkrir einstaklingar.