Eins og fyrri ár er undirbúningur að aðventu- og jóladagskrá í Fjallabyggð að hefjast og byrjum við á viðburðadagatalinu.
Undanfarin ár hefur viðburðadagatal verið gefið út á vegum bæjarins þar sem tíunduð er dagskrá flestra þjónustuaðila, kirkjunnar, félaga, safna, skóla, tónleikar, jólamarkaðir, miðbæjarstemning og fleira sem fylgir því að njóta töfra aðventunnar.
Viðburðadagatalinu verður dreift í Fjallabyggð og rafrænt á vef en með rafræna dagatalinu verður hægt að uppfæra viðburði eftir því sem við á hverju sinni og þörf krefur.
Þeir aðilar sem ráðgera að bjóða upp á afþreyingu eða aðra dagskrá á aðventu og vilja nýta sér dagatal Fjallabyggðar eru hvattir til að senda upplýsingar þar um rafrænt á vef Fjallabyggðar. Upplýsingar um viðburði er einnig hægt að senda til markaðs- og menningarfulltrúa á netfangið lindalea@fjallabyggd.is.
Ljósin verða svo kveikt á jólatrénu í Ólafsfirði laugardaginn 27. nóvember og á Siglufirði sunnudaginn 28. nóvember. Nánar auglýst síðar.