Á 227. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var tæknideild falið að grenndarkynna staðsetningu ærslabelgs á Blöndalslóðinni við Lækjargötu á Siglufirði.

Aðliggjandi lóðarhöfum var kynnt staðsetningin og gefin kostur á gera athugasemdir eða koma á framfæri ábendingum til 1. ágúst 2018. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.

Nefndin samþykkir að staðsetja ærslabelginn á Blöndalslóðinni.

 

Mynd: Kristín Sigurjónsdóttir
Frétt: Fjallabyggð.is