Hestamannafélagið Glæsir á Siglufirði heldur sýningu þann 5. maí, kl. 17.00 í reiðhöll Glæsis og síðan aftur í reiðhöll Léttis á Akureyri þann 6. maí.
Það eru nokkur hestamannafélög á Tröllaskaga og hestamannafélagið Léttir á Akureyri sem taka sig saman og halda þessa árlegu sýningu og eru með sýningu á þeim atriðum sem þau hafa æft yfir vetrartímann.
Það munu 12 krakkar sýna atriði sem þau hafa æft í vetur, Herdís Erlendsdóttir frá Sauðanesi hefur verið að þjálfa ungmennin ásamt Dagbjörtu Ísfeld Guðmundsdóttur og þeim til aðstoðar eru þær Marlís Jóna Karlsdóttir og Halldóra Helga Sindradóttir.
Herdís hefur lagt sjálf til 16 hross og allan búnað fyrir börnin, svo eru nokkur börn á sínum eigin hrossum.
Boðið verður upp á kaffi og meðlæti í boði félagsins í félagsheimili Glæsis.
Herdís rekur hestaleiguna Fjallahesta ásamt því að halda reiðnámskeið og verður hún með næsta námskeið hér á Siglufirði í júní, það verður auglýs nánar þegar nær dregur. Hér má skoða heimasíðu Fjallahesta.
Texti: Kristín Sigurjónsdóttir
Myndir: Kristín Sigurjónsdóttir