Í síðustu viku var seinni Ævintýravika sumarsins hjá Ungmennafélaginu Glóa á Siglufirði og var mikið líf og fjör eins og vera ber.
Veðrið lék við þátttakendur og útiveran var sérlega hressandi eins og sjá má á myndunum frá Umf Glóa.
Ýmislegt var brallað, farið í leiki og þrautir, leikið á skólabalanum og á leiksvæðinu hjá Kaffi Rauðku, farið í minigolf, fjöruferð, fjallgöngu, skógræktin heimsótt og síðasta daginn var farið í sund.