Nýlega fengum við þessa spurningu frá lesanda.
Spurningin þín – sem við reynum að finna svar við |
Þegar ég opna vef Fjallbyggðar, þá kemur upp gluggi þar sem fullyrt er: „Með því að heimsækja vefinn okkar samþykkir þú notkun á vafrakökum“ Enginn möguleiki er gefinn til að hafna þessu á viðkomandi glugga, aðeins krafist samþykkis, svo og „Lesa meira“ þar sem vitnað er í Google Chrom og stillingar. Þar hefi ég fyrir löngu þurkað út tugi aðila sem kerfjast „köku“ -finn þó ekki fjallabyggd.is þar á meðal, er ég fór þar inn í dag og þurrkaði fleiri til viðbótar út. Ég er nokkuð viss um að nefnd skilyrði, án þess að hægt sé að hafna þeim, sú ólöglegar. Spurningin er hvort það er rétt hjá mér. Gaman væri að þið skoðuðuð málið, hvað varðar fjallabyggd.is – þar sem nokkrir aðrir vefir íslenskir og erlendir sem ég hefi heimsótt koma með svipaðan glugga upp, en bjóða möguleika til að HAFNA „kökum“ |
Svar okkar hjá Trölli.is eftir að hafa kannað málið:
Með nýjum persónuverndarlögum verður fólk í auknu mæli vart við alls kyns atriði sem þarf að hafna eða samþykkja, ekki síst á vefnum. Vafra “kökur” eða “cookies” þurfa hreint ekki að vera slæmar, og eru meira að segja oft nauðsynlegar til að sumar vefsíður virki rétt. Á þeim síðum þarf annað hvort að samþykkja kökurnar ( sem við notendur höfum gert óafvitandi í áratugi ) eða hreinlega yfirgefa vefsíðuna einfaldlega vegna þess að hún getur ekki virkað eðlilega án þeirra.
Með því að lesa upplýsingarnar undir “lesa meira” sem spyrjandi vitnar reyndar í, kemur greinargóð lýsing á því hvað um er að vera. Lýsingin hér á eftir er tekin af fjallabyggd.is en er samsvarandi á mjög mörgum vefsíðum, má þar nefna mjög góða lýsingu á vef CocaCola á Íslandi.
—————–
Vafrakökustefna
Þessi vefsíða notar vafrakökur til að tryggja sem besta upplifun af síðunni fyrir notendur. Kökurnar má flokka í fernt; nauðsynlegar, frammistöðu- og virkniauðgandi, tölfræðilegar, markaðssetning.
Vafrakökur eru upplýsingapakkar, sem netvafrar vista að beiðni vefþjóna. Þegar vafrinn seinna biður sama vefþjón um vefsíðu er kakan send til þjónsins með beiðninni. Vefþjónninn getur þá notað þessar upplýsingar frá vafranum til frekari vinnslu. Kökur geyma oft upplýsingar um stillingar notanda, tölfræði heimsókna, auðkenni innskráðra notanda o.fl. Kökur eru einnig oft nauðsynlegar til að geta boðið upp á ýmsa virkni og koma í veg fyrir árásir tölvuþrjóta. Vafrinn eyðir kökunni þegar líftími hennar rennur út. Hver kaka er bundin við þann vefþjón sem sendi kökuna og aðeins sá vefþjónn fær að sjá kökuna. Ef þú ert ekki ánægð/ur með notkun á einhverjum kökum á vefsíðunni getur þú lokað á þær eða eytt úr vafranum þínum. Gerir þú slíkt getur það hamlað virkni vefsíðunnar.
Til að stilla kökur í Google Chrome:
- Farið í “Customize and control Google Ghrome”
- -> Settings
- -> Advanced
- -> Content settings
- -> Cookies
Upplýsingar um hvernig stilla má aðra vafra má finna á vefsíðu um vafrakökur: allaboutcookies.org. Kökurnar sem þessi vefsíða notar eru eftirfarandi:
Nauðsynlegar kökur
Nauðsynlegar vafrakökur eiga allar uppruna sinn frá fjallabyggd.is og eru notaðar til að birta vefsíðuna sjálfa:
Kökur | Uppruni | Tilgangur |
---|---|---|
JSESSIONID, PHPSESSID, __atrfs | fjallabyggd.is | Virkni vefsíðu |
Framistöðu og virkni auðgandi
Fjallabyggð setur eina köku til að muna ef vafrakökur hafa verið samþykktar en einnig er notuð þjónusta frá Addthis.com til að bjóða upp á deilingu á fréttum og öðru efni á samfélagsmiðlum. Hægt er að slökkva á kökum frá addthis Slökkva á Addthis
Trölli.is þakkar fyrir spurninguna og við vonum að svarið sé upplýsandi.