Björgunarsveitin Húnar óskar öllum gleðilegs nýs árs og með þökk fyrir það nýliðna.

Jafnframt þakkar sveitin þeim sem studdu við hana með kaupum á jólatrjám, flugeldum og veittu styrk í flugeldasýninguna nú um hátíðarnar.

En fyrsta verkefni ársins var leyst í gær, 2. jan. sem var að fara hreinsunarferð um götur Hvammstanga og fjarlægja flugeldaruslið frá því á gamlárskvöld en það hefur verið gert venjulega á Nýársdag s.l. ár, en ekki viðraði til þess í ár.

Mynd/Björgunarsveitin Húnar