Ólafsfirðingurinn María Bjarney leiðir gesti inn í leyndardóma hinnar töfrandi flóru landsins. Létt ganga upp grösugan Árdalinn eftir kindagötu til að skoða berjalandið. Á leiðinni leynast sveppir og fjallagrös.

Hist er á Kaffi Klöru við Aðalgötu laugardaginn 18. ágúst kl. 12. Klukkan 12:15 er sameinast í bíla og haldið útá Kleifar en ferðin tekur um fjórar mínútur.

Gangan tekur um tvo klukkutíma og þegar heim á Kleifar er komið bíður gesta dýrindis kjötsúpa og ómótstæðilegir ólafsfirskir ástarpungar!

Gjarnan má skrá sig í gönguna á berjadagar. artfest@gmail.com

Ástarpungarnir og soðna brauðið tilbúið með kveðju frá Steinu Gylfa til listamanna Berjadaga!

 

Sjá viðburð Berjadaga: Afmælisgöngutúrinn: Frá Kleifum inn í Árdal

 

Frétt og myndir: aðsent