Á vefsíðu Fjallabyggðar, fjallabyggd.is, er birt:

Afsökunarbeiðni vegna mistaka við vinnslu og flutning menningarannáls ársins 2019.

Þar er beðist afsökunar á því að í annál Markaðs- og menningarfulltrúa gleymdist að nefna tónleikana “Brahms á Birtudegi” sem voru haldnir í Tjarnarborg 13. janúar, og endurteknir í Listasafni Sigurjóns í Reykjavík daginn eftir.

Jón Þorsteinsson bauð til tónleikanna, líkt og hann gerir árlega til eflingar menningarstarfs í samfélaginu.

Jón var í skemmtilegu viðtali í þættinum Tíu Dropar á FM Trölla 12. janúar, daginn fyrir tónleikana, og má hlusta á það í eldri frétt hér á trolli.is. Þar geta hlustendur fræðst um það mikla og merka starf sem Jón Þorsteinsson hefur verið að fást við á vettvangi tónlistar og söngs síðustu áratugi.