Þessar myndir voru teknar þegar flugvél Circle Air lenti á Siglufjarðarflugvelli þann 26. júlí 2018. Flugbrautin á Siglufirði hefur verið lokuð síðan í lok sumars 2014, en hefur nú verið skráð að nýju sem lendingarstaður hjá Samgöngustofu.
Brautin er í einkaeigu Fjallabyggðar og er bæjarstjórinn sjálfur, Gunnar I. Birgisson skráður ábyrgðarmaður. Í síðustu viku lögðu starfsmenn Árna Helgasonar frá Ólafsfirði, á vegum Fjallabyggðar, nýtt slitlag yfir brautina. Einnig voru settir upp vindpokar og merktar útlínur og endi brautarinnar með þar til gerðum merkingum.
Trölli.is greindi frá malbikunarframkvæmdunum 13. júlí s.l. sjá hér
Circle Air hyggst fljúga reglulega með ferðamenn til og frá Siglufirði og þá hentar brautin einnig vel fyrir þær vélar sem nýttar eru í sjúkraflug á Íslandi.
Myndir: Circle Air/Örlygur Kristfinnsson
Frétt: Cirle Air/Gunnar Smári Helgason