Á bæjarstjórnarfundi 26.febrúar lagði síðastliðin Tómas Atli Einarsson, bæjarfulltrúi sjálfstæðismanna, fram bókun vegna lið nr. 1 í fundargerð Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar – 319. Fundar – 19.febrúar síðastliðin.
Í bókun Tómasar Atla segir m.a.

“Eftir að hafa farið vel yfir það mál sem hér er til umræðu og þá stöðu sem uppi í samfélaginu hér í Fjallabyggð tel ég skynsamlegast að beina Samkaupum á aðra staðsetningu í bænum. Mitt mat er með öðrum orðum að best sé að deiliskipulagið sem samþykkt var árið 2017 skuli standa óbreytt og að hið svokallað fimm liða samkomulag
skuli virt, sérstaklega hvað varðar fyrsta lið þess.“

Ég vil hvetja íbúa til að lesa bókun Tómasar Atla í heild sinni! Það sem Tómas Atli segir hér er einmitt kjarni málsins þ.e. standa við það samkomulag sem gert var við Selvík ehf. skuli virt og deiliskipulagið sem samþykkt var 2017 um
færslu m.a. Gránugötu til suðurs skuli standa.

Það er mikilvægur áfangi fyrir okkur, sem erum mótfallin því að byggt verði á þessari lóð, að bæjarfulltrúi skuli standa upp og segja: hingað og ekki lengra samningar skulu standa!

Þetta er fyrsta sérstaka bókun á bæjarstjórnarfundi sem bæjarfulltrúi hefur gert við samþykktir Skipulags- og umhverfisnefndar í „Samkaupsmálinu“, þar sem hann lýsir sig andvígan þeirri ákvörðun að veita Samkaupum umrædda lóð á besta stað í bænum og að samningar skuli standa.

Hver er afstaða ykkar ágætu bæjarfulltrúar, eigum við bæjarbúar ekki rétt á að vita ykkar afstöðu eða er samþykki ykkar á öllum fundargerðum Skipulags- og umhverfisnefndar samþykki fyrir því að ekki skuli staðið við samninga.

Ég vil hér með skora á bæjarfulltrúa, og feta þar með í fótspor Tómasar Atla Einarssonar, að upplýsa okkur íbúa Fjallabyggðar um afstöðu ykkar til þessa máls á vef Trölla og það sem fyrst.

Með kveðju,
Konráð Karl Baldvinsson