Áhafnir varðskipsins Þórs og hollensku freigátunnar Tromp héldu sameiginlega æfingu á Breiðafirði um helgina. Freigátan er hluti af fastaflota Atlantshafsbandalagsins.

Áhafnirnar fóru yfir búnað og verklag um borð í skipunum tveimur og báru saman bækur sínar. Meðal annars fór fram sameiginleg reykköfunaræfing áhafnanna sem heppnaðist afar vel en eitt af hlutverkum Landhelgisgæslunnar er að styðja við erlendan herafla sem starfar hér við land, bæði sjóför og loftför.

Æfing af þessu tagi er mikilvægur liður í að styrkja samstarf bandalagsríkja á Norður-Atlantshafi.

Ljósmyndir: Standing NATO Maritime Group 1