Á 888. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar greindi bæjarstjóri frá því að hann og Bjarkey Ólsen Gunnarsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs, hefðu fundað með starfsfólki Hornbrekku þriðjudaginn 26. ágúst. Þar var farið yfir ýmis málefni tengd starfsemi stofnunarinnar í framhaldi af umræðum á síðasta fundi bæjarráðs.

Fyrir lá vinnuskjal frá bæjarstjóra þar sem rekstrarstaða Hornbrekku undanfarin ár var rakin. Þar kom fram að stofnunin hefur verið rekin með halla um nokkurra ára skeið. Bæjarstjóri lýsti áhyggjum af þeirri stöðu en benti á að þjónustan sem Hornbrekka veitir sé lögbundin þjónusta ríkisins og því ekki á ábyrgð bæjarsjóðs.

Bæjarráð ákvað að vísa málinu til frekari umfjöllunar í Velferðarnefnd Fjallabyggðar. Jafnframt var óskað eftir ítarlegri upplýsingum í kjölfar þeirrar umfjöllunar.