Hljómsveitin Miomantis gefur út nýja plötu i dag.

Lög af plötunni eru í spilun á FM Trölla.

Tjón á Spotify.

Þetta er okkar fjölbreyttasta verk hingað til og heitir TJÓN.

12 lög samtals og snerta þau víða veggi rokksins. Þar má nefna, grugg, draumkennt rokk, þungarokk, indie, pönk, og allskonar fleira.

Platan ber lagið TJÓN vegna þess að textarnir hafa lausan söguþráð. Allskyns tjón eins on andleg veikindi, stríð, sambands slit, og margt fleira kemur þar við sögu.

Lagið War Planes hefur fengið góðar viðtökur á tónleikum hjá okkur sérstaklega sem lokalag og er það lokalagið á plötunni – í þyngri kantinum.

Verum í sambandi er meira draumkennt grunge rokk þannig að það er léttara.

Morðgáta er aðeins meira á indie kantinum og er örugglega besta lagið af plötunni til útvarps spilunar.

Tjón II hefur okkar uppáhalds enda á lagi, snilldar samspil og gítar sóló