Á síðu Landhelgisgæslunnar kom fram að starfsmenn Landhelgisgæslunnar og björgunarsveitir landsins hafa haft í nógu að snúast í dag.

Þyrla Landhelgisgæslunnar og björgunarsveitir frá Siglufirði, Skagaströnd og Sauðárkróki voru kallaðar út á þriðja tímanum í dag vegna báts sem strandað hafði í fjöru við Reykjadisk í Skagafirði. TF-LIF var send á staðinn.

Þá voru björgunarsveitir sömuleiðis kallaðar út vegna báta sem orðið höfðu vélarvana úti fyrir Vestfjörðum.

Fréttablaðið greindi frá því að Þyrlan TF-LIf var við æfingar er útkallið barst og var haldið beint á staðinn. Einnig var ákveðið að varðskipið Týr sem statt var austan Grímseyjar héldi í átt að strandstað. Á fimmta tímanum tókst að ná bátnum af strandstað með aðstoð fiskibáts sem staddur var í grenndinni. TF-LIF var þá komin á staðinn en áhöfn hennar var til taks á meðan björgunaraðgerðum stóð. Manninum um borð varð ekki meint af óhappinu.

 

Samantekt: Trölli.is
Mynd: Kristín Sigurjónsdóttir