Umhverfisstofnun hefur gefið út starfsleyfi fyrir rekstur olíubirgðastöðvar í Grímsey. Umfang rekstrarins og heimild í starfsleyfi er geymsla olíu í einum 60 m3 geymi.

Umhverfisstofnun auglýsti tillögu að starfsleyfinu á vefsíðu stofnunarinnar á tímabilinu 10. júlí til 7. ágúst 2018 og var gefinn kostur á skriflegum umsögnum um tillöguna á því tímabili. Engin umsögn barst. Af því leiddi að ekki voru gerðar breytingar á ákvæðum starfsleyfisins frá auglýstri tillögu.

Starfsleyfið öðlast þegar gildi. Það gildir til 15. ágúst 2022. Það sem ræður gildistímanum er að deiliskipulag er ekki til fyrir stöðina og ekki er heimilt að gefa út starfsleyfi til meira en fjögurra ára ef stöð er ekki á deiliskipulagi.

Auglýsing þessi er birt á fréttavefsvæði Umhverfisstofnunar en auk þess í sérstökum dálk fyrir opinberar birtingar á starfsleyfum sem stofnunin gefur út.

 

Mynd: Kristín Sigurjónsdóttir
Frétt: Umhverfisstofnun