Í júlí var meðalhitinn á Akureyri 14,3°C og á Torfum í Eyjafjarðarsveit tæplega það segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur.

Þessar tvær stöðvar komust yfir 14 stigin og mögulega einhverjar Vegagerðarstöðvar til viðbótar?

Meðalhiti eins mánaðar hefur aldrei farið yfir 14 stig í mælingasögunni.

En hvað sem því líður er þetta klárlega Íslandsmet af þessum toga. Heilu stigi meira en næst hlýjasti júlí á Akureyri, 1933 með 13,3°C.

Eflaust verða þó nokkur stöðvarmet slegin, en þó ekki sunnan- og vestanlands. Í Reykjavík var júlíhitinn nærri meðallagi. Úrkoma þó ekki nema 1/2 meðalúrkoma og sólskinstundir markvert færri en að jafnaði.

Fleira áhugavert á eftir að koma í ljós þegar júlí 2021 verður gerður upp á sinn hefðbundna hátt síðar í vikunni. M.a. það að hámarkshiti dagsins náði 20 stigum einhvers staðar á landinu alla daga nema einn í þessum nýliðna júlímánuði segir Einar.

Sjá einnig frétt um hitametið á Blika.is.