Í dag er 2. apríl, alþjóðlegur dagur einhverfu samkvæmt Sameinuðu þjóðunum. Áhersla dagsins í ár er á aðgengi einhverfra einstaklinga að þeim hjálpartækjum og tækni sem geta auðveldað þeim daglegt líf og aukið aðgengi þeirra að samfélaginu. Fjöldi einhverfra þurfa aðstoð tækninnar til að geta tjàð sig. Heimsmarkmið 9 og 10 eiga þarna styðjandi samspil þar sem unnið er að grunnstoð Heimsmarkmiðin(ef) að skilja engan eftir.
Í fyrra ákváðu Sameinuðu þjóðirnar að beina athyglinni að konum og stúlkum á einhverfurófi og mikilvægi þess að auka þátttöku fatlaðra kvenna í stefnumótun og ákvarðanatöku í málefnum sem snúa að þeirra lífi. Í kjölfarið ákváðu Einhverfusamtökin að gera heimildarmynd um konur á einhverfurófi. Sú mynd verður forsýnd fyrir boðsgesti í dag og mun svo verða sýnd í Bíó Paradís 9. 16. og 24. apríl. Miðar eru seldir á Tix.is
Mynd og frétt: Einhverfusamtökin