Úrkoma hefur verið mikil á Siglufirði og Tröllaskaga síðustu tvo daga og í gær var vatnsaginn á Síldarminjasafni Íslands eins og verst verður.
Brunnar yfirfylltust og frárennsli hafði ekki undan.
Um hádegi í gær var vatnshæðin innanhúss orðin rétt tæpir 80cm.
Slökkvilið Fjallabyggðar brást skjótt við neyðarkallinu og unnu þeir að því að koma vatninu af lóðinni og innan úr Njarðarskemmu út í sjó, með öllum tiltækum dælum.
Í gærkvöldi var enn töluvert vatnsmagn bæði innanhúss og utan en hætt að rigna.
Myndir/Síldarminjasafn Íslands