Osló og nágrenni í gærmorgun. Snjór og slydda, bílar út af og spólandi um allt.
Hefur áhrif á um 2 milljónir manna sem búa upp af Oslóarfirði. Á Gardermoen var Kl. 8 að íslenskum tíma enn snjókoma, og 800 m skyggni í hita við frostmark.
Átti ekki að koma á óvart, sást vel í spám, en viðbúnaður norskra veðurfræðinga ekki nægjanlega nákvæmur sýnist mér í gær, þegar spáð var að snjóa myndi í 100 til 400 m hæð (kortin eru spákort).
Í raun snjóaði í gærmorgun allt niður undir sjávarmál.
Dægursveifla hitans getur verið ansi lúmsk á vorin og komið aftan að mönnum.
Köld tunga er fyrir fyrir austan Ísland og yfir Skandivavíu. Hægfara lægð á Skagarak beindi röku lofti yfir kalda loftið sem kom úr norðvestri. Því fór sem fór.
Hefði allt eins getað gerst hér í lok apríl og með tilheyrandi truflunum á morgunumferð suðvestanlands. En vitanlega á mun minni kvarða, en á Oslóarsvæðinu, þar sem íbúafjöldinn er um tífaldur á við hér.
Næg vandræðin yrðu nú samt hjá okkur, segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur á facebooksíðu sinni.
Myndir/Einar Sveinbjörnsson