Þátturinn Gestaherbergið verður á dagskrá í dag. Palli og Helga stjórna þættinum og senda út frá stúdíói III í Noregi.

Þema þáttarins í dag er tölur og númer. Gervigreindarapparat á vegum Microsoft var fengið til að búa til forsíðumynd fyrir þáttinn í dag.
Gervigreindin var beðin um að búa til mynd með tölustöfum frá 0 til 9 á grasgrænum fleti ásamt einhverjum smá skreytingum.
Þetta er útkoman eins og sést hér að ofan.
Gervigreindin er greinilega ekki alveg með það á hreinu hvernig sumir tölustafir líta út í alþjóðlega talnakerfinu.

Missið ekki af talnaþema í Gestaherberginu í dag á FM Trölla frá klukkan 17:00 til 19:00.

FM Trölli er á FM 103.7 MHz á Tröllaskaga, í Skagafirði og á Hvammstanga og nágrenni.

Einnig má hlusta á netinu, hér á trolli.is, í Spilaranum t.d. í Apple TV og ýmsum nýrri sjónvarpstækjum, á vefsíðunni radio.garden og á tunein.com

Minnum einnig á skip.trolli.is sem er sérstakur lágbitastraumur fyrir minni netsambönd.