Pulsupasta sem rífur í

  • 10 pulsur
  • 1 græn eða rauð paprika
  • 2 skarlottulaukar
  • 3 dl rjómi
  • 1 dl sýrður rjómi
  • 1/2 dl sweet chili sósa
  • 1 tsk oregano
  • salt
  • svartur pipar
  • cayenne pipar

Skerið pulsurnar niður í bita og steikið á pönnu ásamt papriku og skarlottulauk þar til aðeins mjúkt. Bætið rjóma, sýrðum rjóma, oregano og sweet chili sósu á pönnuna og látið suðuna koma upp. Smakkið til með salti, svörtum pipar og cayenne pipar. Látið sjóða saman í um 5 mínútur.

Berið fram með pasta og nýrifnum parmesan.

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit