Alþjóðlega stuttmyndahátíðin Northern Lights – Fantastic Film Festival verður haldin í annað sinn á Akureyri dagana 31. október – 3. nóvember næstkomandi.
Brynja Baldursdóttir myndlistarkona á Siglufirði er listrænn stjórnandi & meðstofnandi NLFFF, ásamt henni standa þau Ársæll S. Níelsson og Marzibil S. Sæmundsdóttir að hátíðinni.
Sýndar verða 47 stuttmyndir frá 22 löndum, sem keppa til veglegra vinninga.
Brautryðjandinn John R. Dilwort er heiðursgestur hátíðarinnar í ár, en hann er þekktastur fyrir teiknimyndaseríur sínar eins og Courage the Cowardly Dog, sem slógu í gegn á Cartoon Network um aldamótin. Dilworth fetar þar með í fótspor Christopher Newman, framleiðanda Game of Thrones & Lord of the Rings – Rings of Power, sem var heiðursgestur hátíðarinnar í fyrra.
Hátíðin er studd af Uppbyggingasjóði Norðurlands eystra, Menningarsjóði Akureyrarbæjar og Kvikmyndamiðstöð íslands. Hátíðin fer fram í Menningarhúsinu Hofi.
Nánari upplýsingar á vefnum www.fantasticfilmfestival.is.
Myndir/ af facebooksíðu hátíðarinnar.