Fjarðargangan í Ólafsfirði hefst í dag og er hluti af Íslandsgöngunni sem er mótaröð Skíðasambands Íslands. Keppt er í þremur vegalengdum, 3, 15 og 30 kílómetra göngu.

Alls eru 122 skráðir til leiks í lengstu vegalengdina í ár, árið 2019 tóku 150 manns þátt í göngunni.

Fjarðargangan er eina gönguskíðamót landsins þar sem brautin liggur í gegnum íbúabyggð.

Fyrir mótið hafa margir lagt á sig ómælda vinnu til að það fari fram á sem glæsilegastan hátt. Ólafsfirðingurinn Magnús G. Ólafsson tók þessar skemmtilegu drónamyndir frá undirbúningnum við lagningu göngusíðbrautarinnar í bænum.

Forsíðumynd: skjáskot úr myndbandi