Ályktun

Aðalfundar félags eldri borgara Siglufirði, haldinn 10. febrúar 2019

um húsnæðismál aldraðra

Húsnæðisáætlun:

  • Tilgangur laga um húsnæðismál er að stuðla að því að fjármunum sé sérstaklega varið til þess að auka möguleika fólks á að eignast eða leigja húsnæði á viðráðnlegum kjörum.
  • Fundurinn telur mikilvægt að greining á þörf fyrir húsnæði fyrir eldri borgara á komandi árum sé augljós.
  • Hafin verði, svo fljótt sem verða má, gerð húnæðisáætlunar til að draga fram mynd af því hver staða húsnæðismála er í sveitarfélaginu, framboð og eftirspurn, eftir mismunandi húsnæðisformum.

Þjónustuíbúðir:

  • Aðalfundur félagsins ítrekar, sem áður hefur komið fram af hálfu félagsins, ríka þörf á að fjölga þjónustuíbúðum til útleigu í Skálarhlíð með viðbyggingu, eitt dæmi um þá kníjandi þörf er að þjónusturími hefur verið fjarlægt úr húsinu svo koma megi þar fyrir íbúð.
  • Þá vill fundurinn benda á tvær lóðir við Hólaveg, gengt Skálarhlíð, sem eru mjög vel til þess fallnar að stækka núverandi húsnæði Skálarhlíðar, þá byggingu má með auðveldum hætti tengja við núverandi byggingu  sem er mjög hagkvæmt með tilliti til ýmissar þjónusu við íbúana, meðal annars þá sem verið er að tak frá íbúunum nú.
  • Þá leggur fundurinn til að á þessu ári verði gerð hönnunartilaga að viðbyggingu skvæmt ofanskráðu og hún kynnt íbúum.

Samþykkt á aðalfundi félagsins

10. febr. 2019.

Stjórnin.

 

Meðfylgjandi eru myndir sem Steingrímur Kristinsson tók á aðalfundi eldri borgara á Siglufirði.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.