Fjarðargangan fór fram sunnudaginn 10. febrúar í blíðskaparveðri á Ólafsfirði.

Fyrstur karla til að klára 30 km varð Gísli Einar Árnason SKA og fyrst kvenna varð Elsa Guðrún Jónsdóttir SÓ.

Elsa Guðrún Jónsdóttir SÓ og Gísli Einar Árnason SKA. Mynd/Guðný Ágústsdóttir

 

Mótshaldið tókst mjög vel að mati forsvarsmanna göngunnar og var rosalega gaman að sjá þá 142 þátttakendur sem hófu gönguna.

Margir áhorfendum mættu í miðbæ Ólafsfjarðar til að fylgjast með keppendum og var góð stemming.

Þakklæti er efst í huga þeirra sem stóðu að göngunni til allra sem sem komu og tóku þátt, þeirra sem komu og fylgdust með, styrktaraðila mótsins og síðast en ekki síst til allra þeirra sjálfboðaliða sem gerðu þetta mögulegt.

Úrslit mótsins má finna á www.timataka.net

Sjá fleiri myndir af facebooksíðu Fjarðargöngunnar

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

Mynd/Guðný Ágústsdóttir

 

Mynd/Guðný Ágústsdóttir

 

Mynd/Guðný Ágústsdóttir

 

Myndir: Guðný Ágústdóttir