Starfsmenn frá Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis verða á HSN Hornbrekku, Ólafsfirði föstudaginn 2. júní milli kl.10:00-11:30 og HSN Siglufirði, milli kl: 13-14.

Hægt er að mæta til að fá upplýsingar um félagið og hvaða þjónusta er í boði fyrir einstaklinga sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra.

Þeir sem komast ekki en hafa áhuga á að fá upplýsingar geta hringt í félagið.

Kær kveðja starfsmenn Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis

www.kaon.is