Matvælastofnun varar við neyslu á Amy´s Kitchen grænmetislasagna vegna aðskotahlutar (málmbita) sem fannst í vörunni. Fyrirtækið Einstök matvæli ehf. hefur innkallað vöruna í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur.

Innköllunin á einungis við eftirfarandi framleiðslulotu:

  • Vörumerki: Amy’s Kitchen
  • Vöruheiti: Vegetable Lasagne – Gluten Free
  • Nettómagn: 255 g
  • Strikanúmer: 0042272003747
  • Lotunúmer: 30-K269
  • Best fyrir lok: Nóvember 2021
  • Geymsluskilyrði: Frystivara
  • Innflytjandi: Einstök matvara ehf., Lambhagavegi 13, 113 Reykjavík
  • Dreifing: Verslanir Hagkaupa, Heimkaup, Fjarðarkaup, Melabúðin og verslanir Nettó.

Mynd: MAST