Nýtt hljóðkerfi hefur verið sett upp í Íþróttahúsinu á Sauðárkróki.

Nýja kerfið leysir af hólmi gamla kerfið sem var komið á tíma.

Nýja kerfið er mun öflugra en kerfið sem fyrir var og mun nýtast vel við íþróttakennslu í húsinu, dreifir hljóðinu betur um salinn og er mun einfaldara í notkun. Þá mun kerfið án efa koma sér vel á heimaleikjum í Síkinu.

Exton Akureyri sá um að setja upp nýja hljóðkerfið.


Forsíðumynd: Þorvaldur Gröndal frístundastjóri ásamt Adam Smára Hermannssyni deildarstjóra Exton Akureyri.

Skoða á skagafjordur.is