Þann 3. júlí kom út plata með dirb. Á plötunni eru átta lög en áður hafa komið út lögin Kattarkvæði ásamt Kött Grá Pjé, Segðu mér ásamt GDRN og Spare Room (dirb remix).

Ingvi Rafn Björgvinsson sem gerir tónlist undir listamannsnafninu dirb gaf út sitt fyrsta lag í apríl, það var nokkurskonar remix af remixi af laginu Spare Room með Oyama.

Ingvi spilar á bassa í fjölda hljómsveita en hæst ber þar Oyama sem hefur verið starfandi frá árinu 2012.

Lagið S.O.T.Y. er remix af laginu Girl of the year með Beach House sem kom út árið 2017 á plötunni 7. 

Nokkur orð um plötuna frá Ingva:

„Ég gaf mér góðan tíma í að þróa grunnhugmyndir yfir í að verða lög, sótti innblástur út um allt þó sérstaklega nærumhverfi mitt og vandaði mig að hljómurinn væri minn. Í þessum sjö lögum (plús 1 remix) munu hlustendur heyra mörg mismunandi blæbrigði af mismunandi tónlistarstefnum en ákveðin heild kemur heim og saman sem skapar hljóðheim dirb”.

Lagalisti

1. Blow Out (feat. MSEA)
2. Kattarkvæði (feat. Kött Grá Pjé)
3. Segðu mér (feat. GDRN)
4. S.O.T.Y.
5. Spare Room (dirb remix)
6. Mosi ISB112002906
7. Thruma
8. Spare Room 2.0 – Brand Ender Remix

Kári Einarsson – hljóðblöndun
Guðrún Ýr Eyfjörð – söngur
Maria Carmela Raso – söngur
Atli Sigþórsson – söngur
Júlía Hermannsdóttir – söngur
Tómas Jónsson – hljóðgervlar
Eðvarð Egilsson – upptökustjóri og útsetningar á söng
Katerina Blahutova – myndefni fyrir youtube og live-sett

Fréttatilkynning.