• 300 g makkarónur (ósoðnar)
  • 10 pulsur
  • 4 dl mjólk
  • 4 egg
  • 1/2 tsk múskat
  • 1/2 tsk pipar
  • 1 tsk salt
  • 2-3 lúkur rifinn ostur

Hitið ofninn í 200°. Látið suðu koma upp í rúmgóðum potti, saltið vatnið og sjóðið makkarónurnar eftir leiðbeiningum á pakkningu. Hellið vatninu frá. Skerið pulsurnar í bita. Hrærið egg, mjólk og krydd saman.

Blandið makkarónum, pulsum og eggjahrærunni saman og setjið í eldfast mót. Stráið rifnum osti yfir og bakið í um 30 mínútur (passið að osturinn brenni ekki undir lokin). Mér finnst gott að krydda aðeins yfir diskinn með svörtum pipar, en það er auðvitað smekksatriði.

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit