Hvað er hakkaþon?

Hakkaþon er nýsköpunarkeppni þar sem þverfagleg teymi vinna saman í afmarkaðan tíma við að finna lausnir á raunverulegum áskorunum sem lagðar eru fram. Teymunum býðst einnig að fá ráðgjöf frá sérhæfðum leiðbeinendum sem hjálpa þeim í gegnum ferlið. Þannig geta allir tekið þátt og krefst mótið engrar ákveðinnar þekkingar eða tækni.

Almenningur og frumkvöðlar taka höndum saman um að finna nýjar lausnir á sviði heilbrigðisþjónustu til gera heilbrigðiskerfinu betur kleift að fást við nýjar áskoranir vegna COVID-19. Dagana 22.-24. maí verður haldin nýsköpunarkeppni þar sem einstaklingum og frumkvöðlum gefst kostur á að keppa um bestu lausnirnar. Vefsíða keppninnar er https://hakkathon.island.is/

Mótið er haldið að erlendri fyrirmynd undir nafninu “HacktheCrisis Iceland“ og er hluti af fjárfestingarátaki stjórnvalda vegna COVID-19 heimsfaraldursins en ríkisstjórnin hyggst verja 150 m.kr. í að stuðla að nýskapandi lausnum sem tengjast heilbrigðisþjónustu. Hakkaþonið er fyrsti fasi verkefnisins en fjárfestingarverkefnið verður kynnt í heild sinni á næstu vikum og byggjast aðgerðirnar á heilbrigðisstefnunýsköpunarstefnu og aðgerðaáætlun um opinbera nýsköpun.

Verkefninu er stýrt af RebootHack og Nýsköpunarmiðstöð Íslands í samvinnu við Verkefnastofu um stafrænt Ísland, heilbrigðisráðuneyti, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og fjármála og efnahagsráðuneyti.