„Það myndast svigrúm fyrir aukna fjölbreytni í íþróttaflóru Fjallabyggðar með tilkomu gervigrasvallar fyrir fótboltann þegar fótboltinn fer úr íþróttahúsinu. Við erum mörgum árum á eftir öðrum sveitarfélögum hvað varðar aðstöðu til fótboltaiðkunar og því er mikilvægt að hefja uppbyggingu á gervigrasvelli á Ólafsfirði sem fyrst.“ Sævari finnst einnig vanta meiri samtengingu á milli íbúa Fjallabyggðar. „Bæta þarf upplýsingar um þau tækifæri og atburði sem að í boði eru í Fjallabyggð. Það er eitthvað sem að mig langar til að bæta.“

Sævar er fæddur 10. ágúst árið 1978 í Bolungarvík og bjó þar fyrstu árin. Fimm ára fluttist hann til Njarðvíkur en dvaldi í Bolungarvík á sumrin. Átjan ára fluttist Sævar til London þar sem að hann vann við hótel- og veitingahúsageirann. Eftir tvö ár á breskri grundu fluttist Sævar til miðbæjar Reykjavíkur og bjó þar ársins 2015, þegar hann fluttist til Siglufjarðar. Sævar er í sambúð með Dagbjörtu Ísfeld Guðmundsdóttur og saman eiga þau Dýrleifu 12 ára. Fyrir átti Dagbjört Tristan 21 ára.

Sævar hefur gert ýmisleg um ævina, m.a. verið atvinnufótboltamaður hjá ÍBV, við parketlögn og slípun, smíðar og sem fótboltaþjálfari.

Á síðasta kjörtímabili sat Sævar í barna og unglingaráði KF, var viðriðin meistaraflokk KF, kom að uppsetningu og innleiðingu á Frístund ásamt öðrum aðilum tengdum íþrótta- og skólamálum. Sævar hefur setið í stjórn ÚÍF frá 2017.

Sævar nýtur þess að vera á snjóbretti og sinna útiveru. Hinn jákvæði smábæjarandi er eitthvað sem að veitir Sævari gleði og öryggi. Honum finnst það frábært að þekkja nánast alla í sveitarfélaginu.

Frétt fengin af facebooksíðu: Betri Fjallabyggðar