Á aðalfundi Einingar-Iðju sem fór fram í HOFI á Akureyri var eftirfarandi ályktun samþykkt með lófaklappi.
„Aðalfundur Einingar-Iðju, haldinn í Hofi 21. mars 2019 lýsir yfir fullum stuðningi við boðuð verkföll félaga okkar í Eflingu og VR. Um leið hvetjum við félagsmenn okkar til þess að ganga alls ekki í störf félagsmanna þessara félaga. Það er áríðandi að við styðjum baráttu félaga okkar fyrir bættum kjörum.
Það er grundvallarréttur vinnandi fólks að bindast samtökum og leggja niður vinnu til að knýja á um bætt kjör. Sá réttur er óvéfengdur og allar tilraunir til að grafa undan honum með verkfallsbrotum er alvarleg árás á mannréttindi vinnandi fólks.”
Af ein.is