Amerísk eplabaka

  • 4 epli
  • 1 tsk kanil
  • 100 gr smjör
  • 2,5 dl sykur
  • 150 gr hveiti
  • 1 tsk lyftiduft
  • 2 tsk vanillusykur
  • 1,5 tsk salt
  • 1 egg, upphrært

Hitið ofninn í 200° og smyrjið bökuform með smjöri. Afhýðið eplin og fjarlægið kjarnana. Skerið eplin í þunnar sneiðar og leggið í bökuformið. Stráið kanil yfir.

Bræðið smjörið og látið það kólna. Blandið þurrefnunum saman í skál. Hrærið eggið upp með gaffli eða vispi. Blandið smjöri og eggi saman við þurrefnin. Breiðið deigin yfir eplin og stráið smá kanil yfir. Bakið í neðri hlutanum á ofninum í 40 mínútur.

Berið fram með ís eða rjóma.

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit